Lyklamál og aðgengi.

Eins og fram kemur í fyrri pósti er verið að vinna í lyklamálum þannig að félagsmenn geti keypt árslykil á riffilbraut. Þetta mun einungis standa þeim sem skuldlausir eru við félagið til boða.
Þrátt fyrir að einstaklingur hafi lykil undir höndum gilda ákveðnir viðveru/notkunartímar á svæðinu.
Þá er hægt að sjá á hér á heimasíðunni undir „opnunartímar“.

Öll notkun skotsvæðis utan þess tíma sem fram kemur á heimasíðunni,með þeim undantekningum sem þar má sjá er ÓHEIMIL.
Í ÖLLUM TILVIKUM SKAL VIÐKOMANDI SJÁ TIL ÞESS AÐ FÁNI FÉLAGSINS SÉ DREGINN AÐ HÚN ÁÐUR EN ÆFING HEFST SVO ÓVIÐKOMANDI GETI SÉÐ AÐ ÆFING SÉ Í GANGI Á SVÆÐINU.

Á næstu dögum verður settur lás á hliðið inn á svæðið og í framhaldi verður öllum brotum á framangreindu vísað til lögreglu.
Fh. Stjórnar Skotf.Markviss
Guðmann Jónasson

Leave a Reply

Your email address will not be published.


*