Skotíþróttafólk ársins hjá Markviss

Að venju útnefndi Markviss skotíþróttafólk ársins í lok keppnisársins og að þessu sinni eru það:

Snjólaug M. Jónsdóttir í Haglagreinum, en árangur Snjólaugar er sérdeilis góður Íslands og Bikarmeistari  í Skeet, Íslandsmeistari í Nordisk Trapp og þriðja til Íslandsmeistara í Compack Sporting, auk þess að vera í verðlaunasæti á flestum þeim mótum sem hún tók þátt í á árinu og keppa á sínu fyrsta stórmóti erlendis.

Jón B. Kristjánsson í Kúlugreinum,  Jón keppti á alls 22 mótum í ýmsum riffilgreinum á árinu og endaði 16 sinnum á verðlaunapalli. Sem verður að teljast nokkuð gott þar sem mörg þessara móta eru með þeim sterkustu á landinu í sínum greinum.

Sérstök Hvatningar verðlaun fengu svo unglingarnir Sigurður Pétur Stefánsson og Kristvin Kristófersson fyrir góða ástundum og framfarir á æfingum auk þess að stýga sín fyrstu skref í keppni á innanfélagsmótum í sumar.

Leave a Reply

Your email address will not be published.


*