Aðalfundur 2022

Aðlfundur Markviss var haldinn þann 05.03.22 í húsnæði USAH. Starfsemi Félagsins var hin blómlegasta á árinu, skráðar komu á skotsvæðið voru um 800 sem er með því mesta sem við höfum séð og mjög gott miðað við ástand í þjóðfélaginu,

Fjögur mót voru haldin á svæði félagsins á árinu 1 landsmót STÍ  í Nordisk Trapp, Íslandsmót STÍ í Nordisk Trapp og Artic Coast Open alþjóðlegt opið mót í Skeet um Húnavöku, og loks náðist að halda Rjúpnafjörið á haustdögum við mikinn fögnuð. Covid 19 setti mark sitt á keppnir á árinu en keppnisfólk Markviss skilaði framúrskarandi árangri miðað við aðstæður að venju þrír Íslandsmeistaratitlar í Nordisk Trap og 3. Sæti  á Íslandsmeistaramóti í Varmint for score.

Að venju voru talsverðar framkvæmdir á árinu og er þar helst lokafrágangur riffilhús og er það svo gott sem full klárað í dag. Mön að norðan í riffilbraut var lagfærð og halli minnkaður sem er til mikilla bóta, Skotmörk voru lagfærð og nýr keppnisbatti smíðaður, vantar nú rétt herslumun á að riffilaðstaðan sé full kláruð. Smíðaðar voru nýar grindur við palla á sporting völlinn og keypt ein ný kastvél og er hann þar með klár fyrir utan eina kast vél.

Umhverfisnefnd hóf svo öflugt gróðursetningarátak sem er ætlað að taki 5 ár en gróðursettar voru 1200 plöntur þetta árið auk sáningar í framkvæmdir og áburðardreifingu um svæðið.

Rekstur félagsins stendur styrkum fótum og umsvif starfseminnar eykst ár frá ári,

Sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklingar hafa stutt dyggilega við bakið á okkur  þegar kemur að framkvæmdum og  kunnum við styrktaraðilum miklar þakkir fyrir velvildina.

Verkefni komandi árs eru næg en lokafrágangur núverandi verkefna og undir-búningur næsta stórverkefnis sem er vatnslögn á Skotæfingasvæði Markviss verða í forgangi.

Stjórn Markviss 2022 skipa:

Formaður. Jón B. Kristjánsson
Gjaldkeri. Guðmann Jónasson
Ritari. Jón Axel Hansson.
Meðstjórnandi. Ásgeir Þröstur Gústavsson.
Meðstjórnandi. Haraldur Holti Líndal

Varastjórn.

Ragnar Sigtryggsson.
Einar Stefánsson