Saga félagsins

Um Félagið.

Skotfélagið Markviss var stofnað þann 2. september 1988 í sal Hótel Blönduóss.

Fundarstjóri var Þorsteinn Ásgeirsson, formaður Skotíþróttasambands Íslands og honum til aðstoðar var Ferdinand Hansen, formaður Skotíþróttafélags Hafnarfjarðar.

Stofnfélagar voru eftirtaldir:

  1. Arnbjörn Arason
  2. Ágúst Sigurðsson
  3. Björn Logi Björnsson
  4. Eyþór Ó. Karlsson
  5. Guðmundur Sigfússon
  6. Gunnar Þór
  7. Hjörleifur Júlíusson
  8. Ívar S. Halldórsson
  9. Jakob J. Jónsson
  10. Júlíus Fossdal
  11. Sturla Þórðarsson
  12. Sveinn Sveinsson
  13. Vignir Björnsson
  14. Þorvarður Halldórsson

Tillaga kom fram frá Ágústi Sigurðssyni um að félagið skyldi bera nafnið Markviss og var það samþykkt.

Fyrstu stjórn Skotfélagsins Markviss skipuðu eftirtaldir:

Formaður Arnbjörn Arason

Gjaldkeri Vignir Björnsson

Ritari Björn Logi Björnsson

Meðstjórnandi Júlíus Fossdal

Meðstjórnandi Guðmundur Sigfússon

Fyrstu árin var mikill kraftur í starfseminni og upp úr 1990 höfðu félagsmenn komið upp Ólympískum skeet velli á landi sem Blönduósbær hafði úthlutað félaginu austan við flugvöllinn á Blönduósi.

Landsmót Skotíþróttasambandsins voru haldin á svæði félagsins og voru þau vel sótt.

Á síðustu árum síðustu aldar dró þó verulega úr starfsemi félagsins, virkir meðlimir fluttu af svæðinu og fáir voru til að taka við keflinu. Það var svo á vordögum árið 2002 að boðað var til fundar í þeim tilgangi að blása lífi í starfsemina. Var fundurinn vel sóttur og á honum var lagður grunnur að starfsemi félagsins eins og hún er þegar þetta er ritað.

Frá árinu 2006 hafa árlega verið haldin landsmót STÍ í skeet á svæði félagsins og félagsmenn náð afbragðs árangri í þeirr grein. Skotfélagið Markviss hefur átt Íslandsmeistara bæði karla og kvenna, Íslandsmeistara í flokka-keppni, bikarmeistara, Norðurlandsmeistara og svo mætti lengi telja.

Þegar þetta er ritað 02.04.2018 eru skráðir félagar í Skotfélaginu Markviss 85 og hefur fjölgað ár frá ári.

Stefna félagsins hefur verið og mun ávallt verða að eiga íþróttafólk í fremstu röð í sinni grein jafnframt því sem þörfum almenns áhugafólks um skotíþróttir sé mætt.