Um Félagið.
Skotfélagið Markviss var stofnað þann 2. september 1988 í sal Hótel Blönduóss.
Fundarstjóri var Þorsteinn Ásgeirsson, formaður Skotíþróttasambands Íslands og honum til aðstoðar var Ferdinand Hansen, formaður Skotíþróttafélags Hafnarfjarðar.
Stofnfélagar voru eftirtaldir:
- Arnbjörn Arason
- Ágúst Sigurðsson
- Björn Logi Björnsson
- Eyþór Ó. Karlsson
- Guðmundur Sigfússon
- Gunnar Þór
- Hjörleifur Júlíusson
- Ívar S. Halldórsson
- Jakob J. Jónsson
- Júlíus Fossdal
- Sturla Þórðarsson
- Sveinn Sveinsson
- Vignir Björnsson
- Þorvarður Halldórsson
Tillaga kom fram frá Ágústi Sigurðssyni um að félagið skyldi bera nafnið Markviss og var það samþykkt.
Fyrstu stjórn Skotfélagsins Markviss skipuðu eftirtaldir:
Formaður Arnbjörn Arason
Gjaldkeri Vignir Björnsson
Ritari Björn Logi Björnsson
Meðstjórnandi Júlíus Fossdal
Meðstjórnandi Guðmundur Sigfússon
Fyrstu árin var mikill kraftur í starfseminni og upp úr 1990 höfðu félagsmenn komið upp Ólympískum skeet velli á landi sem Blönduósbær hafði úthlutað félaginu austan við flugvöllinn á Blönduósi.
Landsmót Skotíþróttasambandsins voru haldin á svæði félagsins og voru þau vel sótt.
Á síðustu árum síðustu aldar dró þó verulega úr starfsemi félagsins, virkir meðlimir fluttu af svæðinu og fáir voru til að taka við keflinu. Það var svo á vordögum árið 2002 að boðað var til fundar í þeim tilgangi að blása lífi í starfsemina. Var fundurinn vel sóttur og á honum var lagður grunnur að starfsemi félagsins eins og hún er þegar þetta er ritað.
Frá árinu 2006 hafa árlega verið haldin landsmót STÍ í skeet á svæði félagsins og félagsmenn náð afbragðs árangri í þeirr grein. Skotfélagið Markviss hefur átt Íslandsmeistara bæði karla og kvenna, Íslandsmeistara í flokka-keppni, bikarmeistara, Norðurlandsmeistara og svo mætti lengi telja.
Þegar þetta er ritað 02.04.2018 eru skráðir félagar í Skotfélaginu Markviss 85 og hefur fjölgað ár frá ári.
Stefna félagsins hefur verið og mun ávallt verða að eiga íþróttafólk í fremstu röð í sinni grein jafnframt því sem þörfum almenns áhugafólks um skotíþróttir sé mætt.