Aðalfundur 2024

Aðalfundur Markviss 2024 hefur farið fram stjórn og nefndir hlutu rússneska kosningu enda gáfu allir stjórnar og nefndarmenn kost á sér til áframhaldandi setu og engin mótframboð bárust, nýr skoðunarmaður reikninga er Alda Albertsdóttir og Indriði Grétarsson varaskoðunarmaður.

Lítilsháttar breytingar á orðalagi laga félagsins voru gerðar að ósk ÍSÍ vegna fyrirmyndarfélagsviður-kenningar og eru uppfærð lög kominn inn á síðuna, Félagsgjöld og lykilgjald haldast óbreytt milli ára sem og æfingagjöld komi ekki til verulegir kostnaðaraukar.

Næg verkefni liggja fyrir á árinu við áframhaldandi snyrtingu, endurbætur og uppbyggingu á skotsvæðinu og eins er er metnaðarfull mótaskrá í smíðum mótanefndar.