Aðalfundur Markviss

Aðalfundur Markviss fór fram í dag í húsnæði USAH á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf, Stjórn og nefndir 2023 sitja óbreytt frá 2022 þar sem engin framboð bárust. Reikningar félagsins voru samþykktir og stendur rekstur og starfsemi félagsina styrkum fótum. Framundan eru ýmsar framkvæmdir og uppbygging að venju ma. vatnslögn á svæði félagsins, og eins stefnir í öflugt félags og mótastarf bæði í riffil og haglagreinum.