Viðurkenningar og Verðlaun 2022

29 desember fór fram afhending viðurkenninga fyrir keppnisfólki Markviss fyrir þeirra árangur á árinu sem er að líða.

Í flokknum „Ungir og efnilegir“ fengu Ólafur Benóný Hafliðason og Samúel Ingi Jónsson viðurkenningar fyrir ástundun,framfarir og góðan árangur.

Unglingalið Markviss í Norrænu Trappi (Haraldur Holti, Elyass Kristinn og Sigurður Pétur fengu viðurkenningu fyrir Íslandsmet unglinga í NT. Samúel Ingi fékk viðurkenningar fyrir Íslandsmet í LV og Sporterflokkum í BR50 og Snjólaug M.Jónsdóttir fékk viðurkenningur fyrir Íslandsmet í kvennaflokki í Norrænu Trappi.

Skotíþróttafólk Markviss árið 2022 eru þau Jón B. Kristjánsson í kúlugreinum og Snjólaug M. Jónsdóttir í haglagreinum.

Auk áður upptalins árangurs má geta að keppnisfólk skotf.Markviss hampaði á árinu samtals 6 Íslandsmeistaratitlum, sem hlýtur að teljast gott hjá félagi með rétt um 100 félagsmenn.

Að aflokinni afhendingu viðurkenninga hjá Markviss var svo haldið í íþróttamiðstöðina þar sem fram fór krýning íþróttamanns USAH 2022,þar sem við áttum 3 tilnefningar. Jón B og Snjólaug til íþróttamanns USAH og Samúel Ingi sem tilnefndur var í flokknum „Ungir og efnilegir íþróttamenn í Austur Húnavatnssýslu“.