Íslandsmót í Nordisk Trap 2021.

Íslandsmót í Norrænu Trappi (Nordisk Trap) verður haldið af Skotf.Markviss á skotsvæði félagsins á Blönduósi helgina 28-29 ágúst næstkomandi.

Til stóð að mótið yrði í Hafnarfirði en félagar okkar í SIH ákváðu að segja sig frá mótinu og tökum við með ánægju við keflinu 🙂

EIns og kunnugt er þá hélt Markviss Íslandsmótið í fyrra og náðist frábær árangur hjá mörgum keppendum, fjögur íslandsmet litu dagsins ljós og verður gaman að sjá hvað gerist að þessu sinni.