Rjúpnafjör Markviss 2020

Hið árlega Rjúpnafjör Skotfélagsins Markviss fer fram laugardaginn 24 október næstkomandi.
Að venju er uppsetning að mestu ellegar algerlega óráðin,eina sem hægt er að ganga útfrá sem vísu er að það verður rosa gaman og einhverjar leirdúfur munu ekki eiga afturkvæmt í kastvélarnar. Trap,Skeet eða Sporting …eða bara allt saman. Dúfur við allra hæfi bæði fisléttar og líka skelfilega erfiðar. Allar hlaupvíddir (haglabyssur) leyfðar og allar gerðir (einhleypur gætu valdið vandræðum nema menn séu mjög fljótir að hlaða), meira að segja Remington.