Í ljósi þess að spáð er allnokkrum skúrum á laugardaginn hefur mótanefnd Markviss tekið þá ákvörðun að skotnar verði 2 umferðir á laugardag og 3 þær seinni ásamt úrslitum á sunnudag.
Er þetta gert til að norðlenskir keppendur fái betur notið þessarrar nýbreytni í veðurfari hér norðan heiða án truflunar frá keppnishaldi,vonumst við til að þetta mælist vel fyrir hjá keppendum.
Keppni hefst að venju kl 10.00 árdegis og er gert ráð fyrir 40 mínútum á hvern riðil. Dómgæslustörf verða með hefðbundnu sniði en starfsmenn Markviss munum létta undir með keppendum þannig að álag verði viðunandi.
Að endingu viljum við minna á að um helgina verður bæjarhátíðin Húnavaka í fullum gangi og ýmislegt hægt að gera sér til ánægju á staðnum.