Á þessum fordæmalausu tímum er óhjákvæmilegt að auglýstir opnunartímar séu teknir til endurskoðunar. Verið er að vinna í skipulagi sumarsins þ.e. útfærslum og staðsetningu nýliða og almennra æfinga innan þess opnunartíma sem heimill er. Búið er að opna á æfingar keppnisfólks og árslykilshafa. Gert er ráð fyrir að skipulagðar æfingar og almenn opnun hefjist í viku 22.