Opnun og æfingar á skotsvæði Skotf.Markviss á tímum Covid 19

Allt tekur enda og nú hefur verið veitt leyfi til opnunar  íþróttasvæða frá og með 4 maí með ýmsum takmörkunum þó.
Skotsvæði Skotf.Markviss opnar mánudaginn 4 maí fyrir æfingar keppnisfólks og árslykilshafa.
Ekki verður lánaður búnaður s.s. „rest“,heftibyssur,skorblöð og þess háttar, verða menn því að koma með sinn eigin búnað. Nota má stóla við skotborð.
Hafa skal eitt skotborð milli manna á riffilsvæði og virða 2 metra regluna þar til annað verður ákveðið.
Séu fleiri sem hug hafa á að skjóta í riffilbraut skulu menn skiptast á þannig að biðtími verði ekki óhóflegur.
Á haglavöllum gildir að ekki mega vera fleiri en 7 á skeetvelli í einu og ekki fleiri en 6 á Trapvelli. 2 metra reglu skal virða þar til annað verður ákveðið.
Hreinsa skal fjarstýringu fyrir kastvélar með spritti áður en næsti aðili notar hana.
Félagsaðstaða og salerni verða lokuð almenningi ,allavega fyrst um sinn.
Greiðslur fyrir afnot svæðisins skulu vera rafrænar (millifærsla).
Stefnt er að því að almennar æfingar geti hafist í viku 20 þ.e. eftir næstu helgi.
Fyrirkomulag æfinga er í vinnslu en hugsanlega verður að tvískipta nýliðaæfingum til að byrja með.