Skotsvæðið LOKAÐ vegna COVID 19

UMFÍ og ÍSÍ hafa gefið út þau tilmæli að öllu skipulögðu íþróttastarfi skuli hætt tímabundið. Er það liður í aðgerðum til að hefta útbreiðslu Covid 19. Af þessum sökum er/verður skotæfingasvæði Markviss lokað þar til annað verður ákveðið. Þetta bann gildir fyrir ALLA notkun svæðisins. Við munum reyna að nýta tímann til viðhalds á tækjabúnaði og undirbúnings fyrir komandi sumar,og vonum að þetta ástand vari sem styst.