Markviss um víðan völl

Það hefur verið mikið umleikis hjá Markviss undanfarið, Landsmót STÍ í Skeet var haldið helgina 29-30 júní á skotæfingasvæði Markviss, nú um helgina gerðu 3 keppendur strandhögg á SÍH Open móti í haglagreinum en þar ber hæst að Snjólaug M. Jónsdóttir varði titil sinn sem Íslandsmeistari kvenna í Trapp, og Guðmann Jónasson og Brynjar Þ.S. Guðmundsson enduðu í 2.og 4 sæti í A flokki í skeet. Eins gerði Jón B. Kristjánss fína ferð á sumarmót Skotfélags Akureyrar í BR50, 1. sæti í opnum flokki og 2. sæti í sporter flokki. Framundan er svo þéttskipuð dagskrá móta í kúlugreinum hjá Jónba ma. Íslandsmeistaramót í BR50, rólegra verður yfir haglagreinum fram undir mánaðarmót en þá fer allt á fullt þar aftur. Árviss opinn dagur hjá Markviss verður á Húnavöku og  Höskuldsmót í Skeet fer fram sama dag í beinu framhaldi eins og vant er. Æfingabúðir í bæði hagla og kúlu-greinum verða fyrir keppnisfólk Markviss og aðra áhugasama 27-30 júlí þar sem Breski þjálfarinn Paul Gerwyn Morris verður við stjórnvölinn, Þess ber líka að geta  að stefnt er að aukinni samvinnu milli Markviss og SIH varðandi mótahald og leiðsögn í Nordisk Trap á komandi misserum.

Eins er uppbygging á svæðinu á fullum skriði undir styrkri stjórn uppbyggingarstjóra og framkvæmdanefndar.

Leave a Reply

Your email address will not be published.


*