Á döfinni.

Nýliðaæfingar á skotsvæði Markviss hefjast þriðjudagskvöldið 8 maí. Þessar æfingar eru ætlaðar fyrir þá sem eru að stíga fyrstu skrefin í skotíþróttinni.
Kennd verða undirstöðuatriði í skotfimi með haglabyssu. Bent skal á að unglingar sem verða 15 ára á árinu geta stundað æfingar með leyfi foreldra/forráðamanns.
Leiðbeinandi á þessum æfingum verður Guðmann Jónasson.

Almenn opnun verður á miðvikudagskvöldum og er ætluð fyrir þá sem lengra eru komnir í sportinu. Ekki verður leiðsögn í boði á miðvikudögum! Eftir er að setja upp hverjir verða vallarstjórar á miðvikudögum en það skýrist á næstu dögum. Stefnt er að því að almenn opnun hefjist þann 9 maí.

Bæði nýliðaæfingar og almenn opnun hefjast kl. 19.30 og standa til kl. 21.00.

Komi til þess að fella þurfi niður æfingu eða opnun vegna veðurs eða annarra orsaka verður reynt að koma inn tilkynningu hér á facebook síðu félagsins þess efnis.

Hafi félagsmenn eða aðrir áhugasamir hug á einkakennslu í skotfimi er þeim bent á að hafa samband við annaðhvort Guðmann (gsm. 8478686) eða Brynjar (gsm 8640602)

Leave a Reply

Your email address will not be published.


*