Lög félagsins

Lög Skotfélagsins Markviss

1.gr

Félagið heitir Skotfélagið Markviss,skammstafað MAV og er heimili þess og varnarþing á Blönduósi. Skotfélagið Markviss er aðili að Ungmennasambandi Austur Húnvetninga,Íþrótta og Ólympíusambandi  Íslands og Skotíþróttasambandi Íslands.

2.gr.

Tilgangur félagsins er iðkun skotíþrótta, að auka þekkingu, áhuga á þeim og bæta aðstöðu til iðkunar þeirra. Auka þekkingu á byssum, almennri umgengni við þær, öruggri meðferð og varðveislu.

3.gr.

Félagsaðild er öllum heimil.

Handbók félagsins skal vera aðgengileg og nýir sem og eldri félagar hvattir til að kynna sér innihald hennar og tileinka sér það.

4.gr.

(a). Árgjald félagsins skal ákveða á aðalfundi félagsins.

(b).Unglingar 15 til 21 árs greiða hálft árgjald . Ekki skal innheimta árgjald af félagsmönnum yngri en 15 ára.

(c).Greiði félagsmaður ekki árgjald til félagsins í tvö ár samfleytt,skal hann missa keppnisrétt fyrir hönd félagsins.

5.gr.

Stjórn félagsins skipa 5 menn: Formaður, ritari, gjaldkeri og tveir meðstjórnendur.

Stjórn skal kosin á aðalfundi félagsins ár hvert.

Árlega skal kosið um formann og 2 stjórnarmenn. Stjórnarmenn aðrir en formaður skulu kosnir til tveggja ára í senn, gjaldkeri og meðstjórnandi annað árið, ritari og meðstjórnandi hitt. Þegar stjórnar-menn aðrir en formaður hafa setið í stjórn fjögur kjörtímabil samfellt mega þeir ekki vera í framboði  til endurkjörs minnst eitt kjörtímabil, Þó með þeirri undantekningu að berist ekki framboð til stjórnar er þeim heimil áframhaldandi stjórnarseta. Framboð til stjórnar skal berast sitjandi stjórn skriflega eða rafrænt minnst viku fyrir aðalfund. Þá skal kjósa tvo skoðunarmenn reikninga og einn  til vara ásamt tveimur varamönnum í stjórn. Á aðalfundi félagsins er kosið í þær nefndir sem fyrirhugað er að starfi fram að næsta aðalfundi.

6.gr.

Aðalfund skal halda eigi seinna en aðra helgi í febrúar ár hvert og félagsfundi svo oft sem stjórn ákveður ,eða ef skrifleg ósk þess efnis kemur frá eigi færri en fimm félagsmönnum.Boða skal til aðal-fundar með minnst tveggja vikna fyrirvara og er hann lögmætur sé löglega til hans boðað, s.s með raf-rænum hætti, óháð því hve margir sitja fundinn. Kjörgengi hafa þeir félagsmenn sem skuldlausir eru við félagið og eru lögráða á þeim degi sem aðalfundur fer fram, öðrum skuldlausum félögum er heimil áheyrn

Á aðalfundi skulu mál tekin fyrir sem hér segir:

1.Skýrsla stjórnar.

2.nefndir gera grein fyrir störfum sínum.

3.Lagðir fram reikningar

4.Umræða um skýrslu stjórnar, nefnda og reikninga.

  Reikningar bornir upp til samþykktar

5.Lagabreytingar.

6.Kosning stjórnar og nefnda.

7.Önnur mál.

7.gr.

Verkefni stjórnar eru m.a.:

  1. Stuðla að uppbyggingu æfingaaðstöðu fyrir skotíþróttir.
  2. Sjá til þess að boðið sé upp á reglulegar æfingar í þeim keppnisgreinum er félagið leggur  stund á hverju sinni. Og mót í þeim íþróttagreinum.
  3. Gæta hagsmuna félagsmanna sinna á skotmótum innanlands sem utan.
  4. Senda fulltrúa á fundi,skotþing og ráðstefnur sem félagið á rétt á að sækja.
  5. Sjá um að öryggis og keppnisreglum ISSF og STÍ sé framfylgt á æfingasvæði félagsins.

8.gr.

Reikningsár félagsins er almanaksárið.

9.gr.

Lögum þessum verður aðeins breytt á aðalfundi með 2/3 hlutum atkvæða hið minnsta. Tillögur að lagabreytingum skulu berast stjórn amk. einni viku fyrir aðalfund. Stjórn skal sjá svo um að félagsmönnum séu sendar tillögur að lagabreytingum þá þegar og ef þær berast.

10.gr.

Félaginu verður ekki slitið nema á aðalfundi og með samþykki 2/3 hluta fundargesta og skal koma fram í fundarboði að slíta eigi félaginu. Á sama fundi skal ráðstafa eignum félagsins.

Eignir félagsins skulu faldar USAH til varðveislu til tveggja ára.Verði á þeim tíma stofnað annað skotfélag innan USAH skulu eignirnar renna til þess.

11.gr.

Lög þessi öðlast þegar gildi.

Blönduósi 25. feb.2024.